Fatlaðar ömmur og mömmur

"Er amma fötluð?" Þessa spurningu fékk ég í morgun frá syni mínum.  Af hverju í ósköpunum heldur þú það spurði ég?  "Nú af því að hún er svo gömul"  Fyrir nokkrum dögum spurði hann mig hvort ég væri fötluð?  Hann hefur greinilega heyrt þetta orð einhversstaðar og reyndi ég að útskýra fyrir honum hvað það þýðir.  Að sumir væru mikið fatlaðir, eins og t.d. Anna Sóley og aðrir minna eins og t.d. afi Hákon.  Upp frá þessu upphófust miklar pælingar hjá systkinunum hversu mikið hinir og þessir geta hreyft sig og hvort langamma gæti hoppað og hlaupið í himnaríki......  Í fyrradag voru miklar pælingar um krossfestingu Krists.  Vááá miklar pælingar hjá þessum blessuðu börnum.....

"Mamma viltu segja okkur sögu um það þegar þú varst lítil???" Sem var nú auðvitað bara fyrir ÖRFÁUM árumWink  Er að spá í að segja þeim eina af sögunum um yndislegu sunnudagana hjá elsku ömmu.  Við Goggi fórum á hverjum einasta sunnudegi til ömmu og afa í hádeginu og var amma þá búin að elda dýrindis steik eða norska kúmpu sem var það allra besta í heimi Smile.  Já ég held ég segi þeim eina sögu um ömmu mína, enda get ég sagt sögur af henni endalaust og þeim finnst alltaf svo gaman að hlusta á sögurnar mínar.  Held að það sé svo tilvalið að fara í göngutúr seinna í dag eftir páskaeggjaát.  Stefnan er tekin á Hamrahlíðina og ætla ég að sýna þeim húsið sem amma og afi byggðu.  Ég á svo dásamlegar minningar úr húsinu númer fimm....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já þau eru indislega hreinskilin börnin, góð færsla hér. Gleðilega Páska.

Sigfús Sigurþórsson., 8.4.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband