Eru englar með eyru??

Eldri dóttir mín er mikill heimspekingur og spyr margra spurninga sem oft er flókið að svara. Um daginn spurði hún mig t.d. hvort englar væru með eyru?  Ég sagðist halda það og sagði hún þá að þegar ég væri einhverntímann orðinn engill, þá gæti ég bara sent henni kort og sagt sér hvort englar væru með eyru eða ekki.  Eða jafnvel tekið bara mynd og sent sér hana.  Það hafa oft verið pælingar um hvernig hlutirnir eru í himnaríki og hvað t.d. langamma getur gert sér þar til dundurs.  T.d. hvort hún geti hlaupið og hoppað og eða hvort hún sé bara alltaf sofandi?  Dásamlegasta pælingin hennar fannst mér vera þegar hún spurði hvort Guð bakaði köku handa henni þegar hún ætti afmæli?  Auðvitað eru kökur í himnaríki og sé ég alveg fyrir mér dagleg kökuboð þar sem öllum íbúum er boðið. Ef ekki í himnaríki, hvar þá?  Já það geta verið yndislegar pælingar hjá þessum blessuðu börnum og oft eru nú svörnin við flóknu spurningunum bara ótrúlega einföld í þeirra eyrum....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband