Pensilín og púst

Ísabella mín tók svo svakalegt hóstakast í gær að hún endaði á að æla.  Hin reynda móðir pantaði því í snatri tíma hjá lækni til að hlusta dömuna og var grunur minn staðfestur.  Hún er komin með astma og þarf að fá púst.  Og svo er bullandi eyrnabólga í báðum eyrum.  Fór með hana í röntgenmyndatöku og fannst Ísabellu það alls ekki skemmtileg lífsreynsla.  Þurftum að bíða í klukkutíma eftir að komast inn.  Ísabella notaði tímann til að sjarmera nokkrar kellingar og mamman las Séð og heyrt.  Get ómögulega munað hver er skilinn við hvern eða hvaða frægu pör eru að fara að gifta sig enda verður það sennilega allt breytt í næsta blaði.  Tala svo aftur við doksa á föstudaginn og fer með hana til hans aftur eftir viku - tíu daga.  Aumingja litla skinnið kvartar svosem ekki en mamman fékk samviskubit yfir að hafa ekki látið eftir henni að fá brjóst í tvær nætur.  Átti von á næturbrölti hjá henni í nótt og ætlaði nú ekki að vera ströng en hún svaf vært í alla nótt.

Ernir er ekki enn búinn að sannfærast um að það sé best fyrir hann að sofa í sínu eigin rúmi.  Lét svo sannarlega í sér heyra í fyrri nótt og reyndi að sannfæra móður sína að hann væri með gubbupest, illt í eyranu og fætinum líka.  Ég er nefnilega búin að segja honum að hér eftir megi maður bara sofa í mömmu og pabba rúmi ef maður er lasinn.  Hann var því ansi lúinn í gærmorgun þegar hann fór í leikskólann.  Er búin að fá Oddný leikskólakennarann hans í lið með mér og erum við með smá plott í gangi sem byrjar í dag......  Ef hann verður duglegur að sofa í sínu rúmi fær hann að gera ýmislegt skemmtilegt með henni, vera þjónn, sækja matinn og svfrv.  Oddný er svo hress og skemmtileg og kann lagið á Erni.  Hann kom reyndar bara einu sinni til mín í nótt og lét sig hafa það að vera sendur aftur inn til sín.  Þetta hefst allt með þolinmæði og aftur þolinmæði!   

Astrid syngur evróvision lagið okkar hástöfum þessa dagana.  Svo flott hjá henni.  Hún sá mynd af Eiríki Hauksyni um daginn og spurði hvort þetta væri ekki Eiríkur "Grímsson"????  Yndislegust.  Hún er svo góð við mömmu sína, er í því að nudda á mér herðarnar og býður mér höfuðnudd líka.  Ótrúlega þægilegt og er órúlegt hvað hún er sterk. 

Heyrði í Særúnu í dag og er hún sem betur fer á batavegi.  Allt er gott sem endar vel.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband