Þolinmæði og aftur þolinmæði

Það hefur bara gengið ótrúlega vel hjá Erni að sættast við rúmið sitt.  Við höfum skrifað bréf til Oddnýjar og Ernir hefur fengið að vera aðstoðarmaður hennar í leikskólanum.  Frábær umbun og virkar vel.  Hann ruglaðist reyndar aðeins í nótt og kom tvisvar til okkar en var sendur strax til baka.  Þetta kostar þolinmæði og aftur þolinmæðiGetLost   

Ísabella mín er að taka miklum framförum í hreyfingu þessa dagana:) Sjúkraþjálfarinn var mjög ánægður með hana síðast enda er hún farin að reyna miklu meira á sig núna.  Er að spá hvort pústið sem hún er á núna út sé að hafa áhrif.  Hún fattaði t.d. í dag hvernig á að mjaka sér af maganum yfir á bossann og er þvílíkt ánægð með sig. Svo rótar hún upp úr öllum dótakössum, æðir um í göngugrindinni og er ég búin að færa allt sem ekki má koma við.....  Hún er ekki farin að skríða en er farin að fara upp á fjóra fætur og ruggar sér fram og til baka.  Þetta er allt að koma!  Hún fær núna bara brjóst kvöld og morgna svo það er heilmikið búið að gerast hér á bænum í þessari viku, Ernir sefur í sínu rúmi, Ísabella hætt að drekka á nóttunni og gömlu hjónin sjá loksins fram á betri svefnSmile  Enn og aftur er það þolinmæðin sem gildirSmile

Astrid og Ernir fengu að vita í gær um fyrirhugaða Spánarferð í ágúst.  Astrid er búin að pakka í flugfreyjutöskuna sem Gulla gaf henni um daginn og er tilbúin að fara.  Hún er svo skipulögð með alla hluti, algjörlega frábær HeartHeartHeart


Pensilín og púst

Ísabella mín tók svo svakalegt hóstakast í gær að hún endaði á að æla.  Hin reynda móðir pantaði því í snatri tíma hjá lækni til að hlusta dömuna og var grunur minn staðfestur.  Hún er komin með astma og þarf að fá púst.  Og svo er bullandi eyrnabólga í báðum eyrum.  Fór með hana í röntgenmyndatöku og fannst Ísabellu það alls ekki skemmtileg lífsreynsla.  Þurftum að bíða í klukkutíma eftir að komast inn.  Ísabella notaði tímann til að sjarmera nokkrar kellingar og mamman las Séð og heyrt.  Get ómögulega munað hver er skilinn við hvern eða hvaða frægu pör eru að fara að gifta sig enda verður það sennilega allt breytt í næsta blaði.  Tala svo aftur við doksa á föstudaginn og fer með hana til hans aftur eftir viku - tíu daga.  Aumingja litla skinnið kvartar svosem ekki en mamman fékk samviskubit yfir að hafa ekki látið eftir henni að fá brjóst í tvær nætur.  Átti von á næturbrölti hjá henni í nótt og ætlaði nú ekki að vera ströng en hún svaf vært í alla nótt.

Ernir er ekki enn búinn að sannfærast um að það sé best fyrir hann að sofa í sínu eigin rúmi.  Lét svo sannarlega í sér heyra í fyrri nótt og reyndi að sannfæra móður sína að hann væri með gubbupest, illt í eyranu og fætinum líka.  Ég er nefnilega búin að segja honum að hér eftir megi maður bara sofa í mömmu og pabba rúmi ef maður er lasinn.  Hann var því ansi lúinn í gærmorgun þegar hann fór í leikskólann.  Er búin að fá Oddný leikskólakennarann hans í lið með mér og erum við með smá plott í gangi sem byrjar í dag......  Ef hann verður duglegur að sofa í sínu rúmi fær hann að gera ýmislegt skemmtilegt með henni, vera þjónn, sækja matinn og svfrv.  Oddný er svo hress og skemmtileg og kann lagið á Erni.  Hann kom reyndar bara einu sinni til mín í nótt og lét sig hafa það að vera sendur aftur inn til sín.  Þetta hefst allt með þolinmæði og aftur þolinmæði!   

Astrid syngur evróvision lagið okkar hástöfum þessa dagana.  Svo flott hjá henni.  Hún sá mynd af Eiríki Hauksyni um daginn og spurði hvort þetta væri ekki Eiríkur "Grímsson"????  Yndislegust.  Hún er svo góð við mömmu sína, er í því að nudda á mér herðarnar og býður mér höfuðnudd líka.  Ótrúlega þægilegt og er órúlegt hvað hún er sterk. 

Heyrði í Særúnu í dag og er hún sem betur fer á batavegi.  Allt er gott sem endar vel.....


Harkan sex....

Harkan sex... 

Astrid og Ernir gistu heima hjá Gullu frænku þarsíðustu nótt.  Mikil spenna var á þeim systkinum að fá að fara og leika með frændunum tveimur enda mikið af spennandi dóti hjá þeim.  Þetta gekk víst rosa vel og voru þau mjög lukkuleg með þessa tilbreytingu.  Takk fyrir þetta Gulla og Baldvin.  Pizzan var mjööög góð....

Þegar nágrannar okkar Anna og Hemmi fréttu af næturgistingu systkinanna (þetta er annað skiptið síðan Ernir fæddist sem þau eru bæði í burtu yfir nótt) fannst þeim ekki annað hægt en að við gömlu hjónin færum e-h út og buðust þau til að passa Ísabellu á meðan.  Við skelltum okkur því út að borða og í bíó en það eru ár og dagar síðan við höfum farið eitthvað tvö saman út.  Við eigum sko frábæra nágranna. Takk fyrir þetta Anna og Hemmi.

Núna erum við Ísabella mín að vinna saman í því að hún hætti á brjósti.  Nú eru komnar tvær nætur sem hún hefur ekki fengið neitt.  Við notuðum tækifærið þegar stóru börnin voru ekki heima því við bjuggumst við miklum mótmælum hjá dömunni vegna skertrar þjónustu.  Fyrsta nóttin gekk nú bara vonum framar, hún vaknaði einu sinni og vældi í ca. 5 mín og sofnaði svo bara aftur.  Fékk svo að drekka snemma um morgunin.  Næsta nótt gekk ekki alveg eins vel, hún vaknaði nokkrum sinnum og kvartaði mikið og fannst þetta greinilega léleg þjónusta.  Frúin ákvað samt að vera hörð og gefa ekkert eftir og vonandi förum við vonandi öll að fá almennilegan nætursvefn.  Hún fær því bara brjóst kvölds og morgna núna og býst ég nú við að brjóstagjöf verði algjörlega lokið þegar snúllan fagnar fyrsta afmælisdeginum.   

Þar sem frúin var komin í stuð með að vera með "hörku" við Ísabellu í nótt notaði hún tækifærið og var pínu hörð við Erni líka.  Hann hefur nefnilega komið sér einum og vel fyrir milli foreldranna á nóttunni og er farinn að nota einum of mikið pláss.  Hann svaf því í sínu eigin rúmi í alla nótt en mótmælti harðlega þessari meðferð nokkrum sinnum og lét mömmuna fá nokkra stingi í hjartað.  Í hvert skipti sem drengurinn tölti inn í herbergi foreldranna fór frúin jafnóðum með hann aftur inn í sitt herbergi.  Frúnni fannst hún á tímabili í nótt vera versta mamma í heimi en þegar maður er byrjaður á svona prógrammi má ekki gefa eftir....  Læt mig líka dreyma um betri nætursvefn enda hefur verið ansi lítið um góðann svefn síðasta ár.  Ernir var þó bara sáttur í morgun og virtist ekki erfa þetta við móður sína og fékk hann verðlaun fyrir að hafa sofið í sínu rúmi.  Verð spennt að vita hvernig næsta nótt verður en núna er ekki aftur snúið.....  Næst er svo bara að hætta með snudduna, er að plana aðgerð með það eftir ca. mánuð.  Gasp

kv. eybergsmamman

p.s. er komin með einn flottan bloggvinTounge


Mamma

Ímynd móður

4 ára ~ Mamma mín getur allt!

8 ára ~ Mamma mín veit mikið! Mjög mikið!

12 ára ~ Mamma veit sko ekki allt!

14 ára ~ Auðvitað veit mamma ekki þetta heldur!

16 ára ~ Mamma? Hún er nú svo gamaldags eitthvað!

18 ára ~ Sú gamla? Hún er nú hálf úrelt!

25 ára ~ Jú, hún gæti vitað eitthvað um það!

35 ára ~ Fáum álit mömmu áður en við ákveðum þetta!

45 ára ~ Hvað ætli mömmu hefði fundist um þetta?

65 ára ~ Ég vildi að ég gæti rætt þetta við hana mömmu


Bangsimon og Grísli

Minn tími er kominn...

Frúin ákvað að prófa að búa til bloggsíðu.  Hef alltaf haldið að það væri svo flókið og mikið mál en svo reyndist erfiðast að finna mynd af frúnni til að setja á forsíðuna.  Fann enga mynd af sjálfri mér en albúmin mín eru yfirfull af myndum af dásamlegu börnunum mínum.  Setti því bara mynd af henni Ísabellu minni, enda segja líka svo margir að hún sé svo lík mér. Eins og þið sjáið á myndinni hlýt ég að vera guðdómlega falleg.....

Tók mig líka smá tíma að finna rétta útlitið á síðunni.  Hefði helst viljað einhvern sætann bakgrunn með Bangsimon og félögum hans en það var því miður ekki í boði.  Frúin nefnilega elskar Bangsimon, Grísla og alla vini þeirra.  Stóru bönin eru því miður búin að fá leið á þeim félögum og hafa Barbie og Spiderman tekið við sem "þema" í afmælisveislum.  Sem betur fer á minnsta snúllan mín alveg eftir Bangsimon tímabilið og verður pottþétt Bangsimon þema í fyrstu afmælisveislunni hennar sem verður haldin sama dag og við fögnum fyrsta degi sumars.

Það er hnappur efst á síðunni sem heitir bloggvinir.  Ég á enga bloggvini.  Ef einhver býður sig fram og vill vera bloggvinur minn þá endilega hafið samband.  Silla vilt þú vera bloggvinur minn?????

eybergsmamman


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband