12.5.2007 | 21:18
Kosningar
Börnin mín voru mjög spennt að fara með okkur að kjósa í dag. Spurðu reglulega hvenær við færum eiginlega að kjósa???? Urðu svo fyrir smá vonbrigðum þegar þau sáu að það fólst bara í því að setja x á blað og troða bleika blaðinu í kassa og drífa sig svo út í bíl aftur. Þau fengu reyndar að setja sitthvort blaðið í kassann. Fórum svo á MacDonalds og fengum okkur hamborgara í sárabót.....
Við höfum aðeins fylgst með júróvision hérna á heimilinu. Dóttirin segir að Eiríkur Hauksson sé alveg pottþétt Grímsson en ekki Hauksson og sonurinn er alveg sannfærður að hann heiti Jónsi. Við erum ferlega spæld að lagið komst ekki áfram í keppninni og nennum ekki einu sinni að horfa í kvöld.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.