28.4.2007 | 20:31
Leitin mikla....
Frúin gerði í dag mikla leit af tankiní fyrir fyrirhugaða Spánarferð í sumar. Kann asskoti vel við svona "stóra" útgáfu af bikiníi sem hylur vel krumpaðann magann eftir þrjár meðgöngur á rúmum 4 árum. Verst að appelsínuhúðin á lærunum nýtur sín allt of vel þrátt fyrir að buxurnar séu talsvert efnismeiri en G-strengur. Nú verð ég bara að taka hana Sillu vinkonu mína til fyrirmyndar og taka mataræðið föstum tökum og minnka rassinn.....
Athugasemdir
Híhíhí já þetta blessaða mataræði. Nú er það bara harkan sex, ekkert annað......... Ég hef nú aldrei tekið eftir neinni appelsínuhúð á þér. Ertu viss um að þetta sé ekki bara í augunum á þér?.
Silla Ísfeld, 28.4.2007 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.