21.4.2007 | 21:45
Ætlar þú að vera hommi þegar þú verður stór?
Óborganlegt samtal 5 ára dóttur minnar og 3 ára sonar míns í morgun var eitthvað á þessa leið:
Hún: "Ætlar þú að vera hommi þegar þú verður stór?"
Hann: "Nei ég ætla ekki að vera Hemmi" (Hemmi er nágranni okkar)
Hún: "Nei ég sagði hommi, ekki Hemmi. Veistu hvað hommi er?"
Hann: "Nei"
Hún: "Þá giftist þú öðrum strák og þú verður að ákveða þig strax hvort þú ætlir að vera hommi"
Hann: "Ég ætla frekar bara að vera Hemmi....."
Hún: "Ég ætla ekki að vera homma"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.