Kalli & Kata og Ævintýri bókstafanna

Varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ég fann allar Kalla og Kötu bækurnar mínar galtómar í bókahillunni.  Þ.e. bara kápurnar voru eftir en allar blaðsíðurnar horfnar.  Ég kom um daginn að eldri grísunum mínum þar sem þau voru að troða blaðsíðum úr bókinni Kalli og Kata fara í ferðalag út um gluggann.  Skil ekki hvernig þeim datt þetta í hug og hélt ég langann fyrirlestur um meðferð bóka og vitnaði m.a. í bókina sem amma mín heitin skrifaði og heitir Ævintýri bókstafanna.  Sú bók fjallar um gjörspilta prinsessu sem fór svo illa með bækurnar sínar að bókstafirnir létu sig bara hverfa einn daginn úr öllum bókunum hennar og lentu í hinum ýmsu ævintýrum.  Mér datt ekki í hug að þau hefðu náð öllum 6 bókunum og hafa þau verið svakalega snögg að troða þessu út um gluggann þrátt fyrir að það sé bara smá rifa sem hægt er að opna.  Er virkilega svekkt yfir þessu, var búin að geyma bækurnar í ca. 30 ár og held ég að þessar bækur séu ófáanlegar í dag.  Ég var líka búin að gefa þeim allar bækurnar mínar um Barbapabba.  Spurning hvort ég taki þær ekki bara til baka???  Þau hefðu nú bara geta sagt mér að þeim fyndist bækurnar leiðinlegar.....

p.s. Ævintýri bókstafanna kom út árið 1942 og er ófáanleg í dag.  Hef alltaf velt því fyrir mér hvaðan hugmyndin um Stafakarlana kom???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Silla Ísfeld

Mikið rosalega skil ég að þú sért svekt, búin að geyma bækurnar í 30 ár. Þetta eru líka svo skemmtilegar bækur. Ekki er öll von úti um að þú fáir bækurnar aftur, því ef ég man rétt var bókaforlægið Edda miðlun og útgáfa að auglýsa þessar bækur til sölu. Auglýsingin kemur bara til þeirra sem eru í bókaklúbbnum, börnin mín eru í honum. Ég held alveg örugglega ég sé að fara með rétt, það voru allavegana þessar bækur, það man ég. En það getur verið að ég sé að slá saman bókaforlögum. Annars bara góða helgi sjáumst á brettinu á mánudaginn.

Silla Ísfeld, 13.4.2007 kl. 19:30

2 identicon

Nú svo er alltaf hægt að kýkja í góða hirðirinn, þar lenda hinar ótrúlegustu bækur.

Auður Herdís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband