9.4.2007 | 09:45
Allt í drasli
Það var mikið verið að leika hér í gær hjá systkinunum og fóru vinirnir heim án þess að hjálpa þeim að taka til eftir leikinn. Astrid varð afar pirruð í morgun þegar hún vaknaði og sá aftur óreiðuna í herberginu frá því í gær. Hún ÞOLIR ekki drasl og óreiðu eins og ég hef nokkrum sinnum nefnt og er bara ekki róleg fyrr en allt er komið í röð og reglu. Veit ekki hvaðan þetta tiltektargen kemur, mér dettur helst í hug að því hafi verið bætt í glasið sem hún varð til í vorið 2001? Þetta vantar allavega algjörlega í bróðir hennar. Hann væri sennilega fínn kandídat í þáttinn hans Heiðars snyrtis "Allt í drasli"......
Og yfir í allt annað. Ísabella mín er byrjuð að skríða Hún æddi af stað í gærkveldi eftir að vera búin að velta því vel fyrir sér í nokkra daga hvernig best væri að bera sig að. Nú verður ekki aftur snúið. Það er svo ótal margt sem hún á eftir að kanna í íbúðinni á fjórum fótum. Nú byrjar semsagt tímabilið þar sem allt er grandskoðað í skúffum og skápum. Er ekki heimurinn dásamlega spennandi????
Athugasemdir
Til hamingju með litlu skutluna, get rétt ímyndað mér hvað hún er montin núna. Nú verða rannsóknarleiðangrarnir teknir með trompi í hinum og þessum skúffum, á næstu vikum. Þetta er svo dásamlegur tími, nú verði þið bara á hlaupunum á eftir henni. Litla skottið.........
Silla Ísfeld, 9.4.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.