6.4.2007 | 09:52
Apótek
Ernir minn er með bullandi eyrnabólgu í báðum eyrum. Fór með hann á læknavaktina í morgun því hann grét af kvölum og leið mjög illa. Þessi elska spurði mig í morgun hvort hann yrði nokkuð heyrnalaus því honum væri svo illt. Honum leist mjög illa á að fara til læknis og þurfti mamman nánst að draga hann út úr bílnum. Karlmenn eru nú bara með pínulítið hjarta Svo stóð hann sig eins og hetja og var mjög hissa hvað læknirinn var fljótur að skoða eyrun. Hann er semsagt kominn á pensilín og vonum við að þetta gangi fljótt yfir. Það hefur nú verið ansi mikill kostnaður síðustu vikur vegna lasleika. Læknar, röntgenmyndatökur, sýklalyf og vítamín. Gæti nánast opnað apótek hérna heima......
Og meira af eyrum. Ísabella mín fær rör í eyrun eftir páska. Foreldrarnir eru mjög spenntir að vita hvort hún muni þá fara að sofa almennilega, en eins og er getum við bara látið okkur dreyma um svefn. Frúin allavega bindur vonir við að þá muni hún hressast og hætta að vera með svima og yfirlið. Fór í sneiðmyndatöku á heila í vikunni og blóðprufur sem komu eðlilega út sem betur fer. Guði sé lof. Heilsuleysi frúarinnar er því allt skrifað á svefnleysi síðasta árið. Hef nú alltaf sagt að ég geti sofið nóg í ellinni en satt að segja væri ég alveg til í að fá betri svefn strax.....
Ísabella fékk síðbúna fæðingargjöf frá Sparisjóðnum í gær. Inneign á bankabók upp á 10.000.- og sparibauk. Bankarnir virðast vera voða hrifnir af henni þessa dagana og streyma inn bréf frá þeim í tilefni árs afmælis hennar. Allir vilja fá að ávaxta peningana hennar og fá hana sem viðskiptavin. Læt hana velja banka sjálf. Hennar val mun sennilegast miðast við hvaða banki er með flottasta sparibaukinn.....
Við Astrid fórum í fermingarveislu í gær. Theódóra hennar Svanhildar vinkonu var að fermast. Flott veisla og yndislega falleg fermingarstúlka. Pabbinn var heima með eyrnasjúku börnin á meðan.
Smá gullkorn frá Erni: "Mamma ertu fötluð?" Ha af hverju spyrðu? "Þórdís sagði það" (Þórdís er leikskólakennari og efa ég stórlega að hún hafi sagt þessi orð en ég mátti hafa mig alla við að fara ekki að hlægja) Pabbanum fannst þetta voða fyndið, sérstaklega vegna heilsuleysis frúarinnar síðustu daga
Til stóð að nota páskahelgina til útiveru og samveru fjölskyldunnar. Verðum þó líklega að vera meira inni vegna eyrnabólgu Ernis og skiptast á að fara aðeins út með stelpurnar. Foreldrarnir ætla nú að skiptast aðeins á að fara í World class enda bara 5 mánuðir í Spánarferðina og var meiningin að geta sprangað þar um á sandölum og ermalausum bol...... Það býður líka stórt páskaegg upp í skáp, getum ómögulega látið það skemmast!
Gleðilega páska!
Athugasemdir
Æ Ásta mín, vona að heilsan fari að smella hjá ykkur með hækkandi sól, og orkan fari vaxandi. Mikið var nú gott og mikill léttir að allar rannsóknir komu vel út. En spáðu í hvað svefnleysi getur orsakað mikið, þetta er alveg ótrúlegt hvað hvíldin er stór dáttur af góðri heilsu. Sjáumst vonandi úthvíldar og ferskar á brettinu.
Silla Ísfeld, 7.4.2007 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.