30.3.2007 | 20:11
Þolinmæði og aftur þolinmæði
Það hefur bara gengið ótrúlega vel hjá Erni að sættast við rúmið sitt. Við höfum skrifað bréf til Oddnýjar og Ernir hefur fengið að vera aðstoðarmaður hennar í leikskólanum. Frábær umbun og virkar vel. Hann ruglaðist reyndar aðeins í nótt og kom tvisvar til okkar en var sendur strax til baka. Þetta kostar þolinmæði og aftur þolinmæði
Ísabella mín er að taka miklum framförum í hreyfingu þessa dagana:) Sjúkraþjálfarinn var mjög ánægður með hana síðast enda er hún farin að reyna miklu meira á sig núna. Er að spá hvort pústið sem hún er á núna út sé að hafa áhrif. Hún fattaði t.d. í dag hvernig á að mjaka sér af maganum yfir á bossann og er þvílíkt ánægð með sig. Svo rótar hún upp úr öllum dótakössum, æðir um í göngugrindinni og er ég búin að færa allt sem ekki má koma við..... Hún er ekki farin að skríða en er farin að fara upp á fjóra fætur og ruggar sér fram og til baka. Þetta er allt að koma! Hún fær núna bara brjóst kvöld og morgna svo það er heilmikið búið að gerast hér á bænum í þessari viku, Ernir sefur í sínu rúmi, Ísabella hætt að drekka á nóttunni og gömlu hjónin sjá loksins fram á betri svefn Enn og aftur er það þolinmæðin sem gildir
Astrid og Ernir fengu að vita í gær um fyrirhugaða Spánarferð í ágúst. Astrid er búin að pakka í flugfreyjutöskuna sem Gulla gaf henni um daginn og er tilbúin að fara. Hún er svo skipulögð með alla hluti, algjörlega frábær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.