25.3.2007 | 12:28
Harkan sex....
Harkan sex...
Astrid og Ernir gistu heima hjá Gullu frænku þarsíðustu nótt. Mikil spenna var á þeim systkinum að fá að fara og leika með frændunum tveimur enda mikið af spennandi dóti hjá þeim. Þetta gekk víst rosa vel og voru þau mjög lukkuleg með þessa tilbreytingu. Takk fyrir þetta Gulla og Baldvin. Pizzan var mjööög góð....
Þegar nágrannar okkar Anna og Hemmi fréttu af næturgistingu systkinanna (þetta er annað skiptið síðan Ernir fæddist sem þau eru bæði í burtu yfir nótt) fannst þeim ekki annað hægt en að við gömlu hjónin færum e-h út og buðust þau til að passa Ísabellu á meðan. Við skelltum okkur því út að borða og í bíó en það eru ár og dagar síðan við höfum farið eitthvað tvö saman út. Við eigum sko frábæra nágranna. Takk fyrir þetta Anna og Hemmi.
Núna erum við Ísabella mín að vinna saman í því að hún hætti á brjósti. Nú eru komnar tvær nætur sem hún hefur ekki fengið neitt. Við notuðum tækifærið þegar stóru börnin voru ekki heima því við bjuggumst við miklum mótmælum hjá dömunni vegna skertrar þjónustu. Fyrsta nóttin gekk nú bara vonum framar, hún vaknaði einu sinni og vældi í ca. 5 mín og sofnaði svo bara aftur. Fékk svo að drekka snemma um morgunin. Næsta nótt gekk ekki alveg eins vel, hún vaknaði nokkrum sinnum og kvartaði mikið og fannst þetta greinilega léleg þjónusta. Frúin ákvað samt að vera hörð og gefa ekkert eftir og vonandi förum við vonandi öll að fá almennilegan nætursvefn. Hún fær því bara brjóst kvölds og morgna núna og býst ég nú við að brjóstagjöf verði algjörlega lokið þegar snúllan fagnar fyrsta afmælisdeginum.
Þar sem frúin var komin í stuð með að vera með "hörku" við Ísabellu í nótt notaði hún tækifærið og var pínu hörð við Erni líka. Hann hefur nefnilega komið sér einum og vel fyrir milli foreldranna á nóttunni og er farinn að nota einum of mikið pláss. Hann svaf því í sínu eigin rúmi í alla nótt en mótmælti harðlega þessari meðferð nokkrum sinnum og lét mömmuna fá nokkra stingi í hjartað. Í hvert skipti sem drengurinn tölti inn í herbergi foreldranna fór frúin jafnóðum með hann aftur inn í sitt herbergi. Frúnni fannst hún á tímabili í nótt vera versta mamma í heimi en þegar maður er byrjaður á svona prógrammi má ekki gefa eftir.... Læt mig líka dreyma um betri nætursvefn enda hefur verið ansi lítið um góðann svefn síðasta ár. Ernir var þó bara sáttur í morgun og virtist ekki erfa þetta við móður sína og fékk hann verðlaun fyrir að hafa sofið í sínu rúmi. Verð spennt að vita hvernig næsta nótt verður en núna er ekki aftur snúið..... Næst er svo bara að hætta með snudduna, er að plana aðgerð með það eftir ca. mánuð.
kv. eybergsmamman
p.s. er komin með einn flottan bloggvin
Athugasemdir
Það er alveg æðislegt að eiga svona góða nágranna, þeir eru sjaldfundnir.
Þú hefur bara fengið í þig extra orku að fá allt í einu nægan svefn, og tekið á dillum barnanna með trompi. Dugleg ertu eins og þetta getur verið erfitt, nú er bara harkan sex og halda planinu. Ég sé Ernir alveg fyrir mér með stóru kringlóttu augun sín, hitta mömmu sína beint í hjartastað, litli snúllinn. Sem betur fer eru börn fljót að venjast, veit ekki hvernig við mæður værum, ef svo væri ekki.
Bk Silla Ísfeld
Silla Ísfeld, 25.3.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.