Bangsimon og Grísli

Minn tími er kominn...

Frúin ákvað að prófa að búa til bloggsíðu.  Hef alltaf haldið að það væri svo flókið og mikið mál en svo reyndist erfiðast að finna mynd af frúnni til að setja á forsíðuna.  Fann enga mynd af sjálfri mér en albúmin mín eru yfirfull af myndum af dásamlegu börnunum mínum.  Setti því bara mynd af henni Ísabellu minni, enda segja líka svo margir að hún sé svo lík mér. Eins og þið sjáið á myndinni hlýt ég að vera guðdómlega falleg.....

Tók mig líka smá tíma að finna rétta útlitið á síðunni.  Hefði helst viljað einhvern sætann bakgrunn með Bangsimon og félögum hans en það var því miður ekki í boði.  Frúin nefnilega elskar Bangsimon, Grísla og alla vini þeirra.  Stóru bönin eru því miður búin að fá leið á þeim félögum og hafa Barbie og Spiderman tekið við sem "þema" í afmælisveislum.  Sem betur fer á minnsta snúllan mín alveg eftir Bangsimon tímabilið og verður pottþétt Bangsimon þema í fyrstu afmælisveislunni hennar sem verður haldin sama dag og við fögnum fyrsta degi sumars.

Það er hnappur efst á síðunni sem heitir bloggvinir.  Ég á enga bloggvini.  Ef einhver býður sig fram og vill vera bloggvinur minn þá endilega hafið samband.  Silla vilt þú vera bloggvinur minn?????

eybergsmamman


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að þú ert komin með síðu, nú get ég líka fylgst með þér. Til hamingju með síðuna.

Koss og knús Silla Ísfeld

sillaisfeld (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 12:49

2 identicon

Já, auðvitað vil ég vera bloggvinur þinn . En Þú sérð bara þennan valmöguleika af því þú ert innskráð, ekki við hin sem skoðum síðuna þína. Þú getur samt virkjað þetta þannig að allir sjái, veit bara ekki alveg hvernig . Ég er svo mikið tölvunörd . Ég skal ath hvort ég geti skráð þig, þá þarft þú bara að samþykkja, eða öfugt. Kossar og knús Silla Ísfeld

Silla Ísfeld (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband